15. október ár hvert er alþjóðlegur dagur barnsmissis, þar er minnst þeirra barna sem létust í móðurkviði, í og eða eftir fæðingu.

Minningarstund verður haldin í Akraneskirkju laugardaginn 15. október kl. 20. Stundin er í samstarfi við Englaforeldra á Akranesi. Valgerður Jónsdóttir söngkona mun flytja tónlist, sr. Þráinn Haraldsson leiðir stundina.

Kveikt verður á kertum í minningu barnanna.

Eftir stundina verður farið að minningarreit látinna barna í Akraneskirkjugarði.

Stundin er öllum opin og bjóðum við ykkur öll hjartanlega velkomin.

Linkur á streymið frá stundinni.         https://www.youtube.com/watch?v=Mg2HUvYDVYk