Árið 1892 var Innra-Hólmskirkja í Hvalfjarðarsveit vígð og hefur hún þjónað sínum sóknarbörnum dyggilega í gegnum árin. Var hún farin að láta allverulega á sjá þegar hafist var handa við endurbætur á henni árið 2020 og nú er þeim að mestu lokið. Velunnarar kirkjunnar hafa styrkt verkefnið og hefur sóknarnefnd ásamt fleirum haft umsjón með framkvæmdunum, þá hefur húsafriðunarsjóður einnig styrkt framkvæmdirnar.
Kirkjan verður formlega tekin í notkun að nýju eftur þessar endurbætur næstkomandi sunnudag, 8. október kl. 14, um leið og haldið verður upp á 130 ára vígsluafmæli kirkjunnar.
Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar en prestar í Garða- og Saurbæjarprestakalli þjóna fyrir altari. Kór Saurbæjarprestakalls syngur, organisti Zsuzsanna Budai stjórnar. Meðhjálpari er Ragnheiður Guðmundsdóttir.
Kirkjukaffi verður í Miðgarði að lokinni messu.
Verið velkomin til kirkju!
Myndir fengnar frá Facebooksíðunni Innra-Hólmskirkja framkvæmdir 2021-2022