Miðvikudaginn 11. október er Opið hús í Vinaminni. Gestur okkar að þessu sinni er Erla Dís Sigurjónsdóttir hjá Héraðsskjalasafninu. Hún hefur frá ýmsu að segja af því sem er í vörslu safnsins, sem geymir ljósmyndir og skjöl ýmiskonar. Kaffi og meðlæti í lok samveru, kr. 500.

Minnum á kyrrðarstund í Akraneskirkju alla miðvikudaga kl. 12:10. Hilmar Örn organisti leikur á orgel, prestur les ritningarorð og bæn. Gott að setjast niður og kyrra hugann, íhuga og biðja. Súpa í Vinaminni á eftir, kr. 500.

Verið velkomin!

Alla miðvikudaga er samverustund á Höfða kl. 11:15, í umsjá prests og organista.

Hér má lesa nánar um safnaðarstarf Akraneskirkju