Hallgrímskirkja í Saurbæ:
Sunnudagur 29. október kl. 11:00
Hátíðarmessa
Séra Þóra Björg Sigurðardóttir þjónar fyrir altari og séra Kristján Valur Ingólfsson, fyrrverandi bíslubiskup prédikar.
Kór Suarbæjarprestakalls hins forna leiðir söng og Margrét Bóasdóttir, sópran, syngur. Organisti er Zsuzsanna Budai.

Akraneskirkja
Sunnudagaskóli
kl. 11. Það má koma í búningum í sunnudagaskólann í tilefni af hrekkjavöku.
Bleik messa kl. 20. Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir og Liv Åse Skarstad segja frá sinni reynslu. Sigrún Dóra Jóhannsdóttir verður einsöngvari og konur úr Kór Akraneskirkju, Kór Saurbæjarprestakalls og Kvennakórnum Ym sameina krafta sína og leiða sönginn í messunni. Séra Þóra Björg þjónar fyrir altari og svo verður kirkjukaffi eftir messuna. Sýnum öllum þeim konum sem greinst hafa með krabbamein stuðning okkar og samstöðu og eigum saman fallega stund í kirkjunni.