Karlakaffi
Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns, mætir í karlakaffi nóvembermánaðar. Hann segir frá ýmsu varðandi blaðaútgáfu og breytingar þar á sl. ár, og ef til vill lumar hann á sögum úr starfinu.

Karlakaffið er fyrsta miðvikudag í mánuði kl. 13:30 þar sem góðir gestir segja frá starfi sínu, áhugamáli, lífsferli eða miðla öðrum fróðleik. Þetta er vettvangur fyrir herramennina að hittast þar sem er fræðsla og skemmtun og tækifæri til að spjalla.

Kaffi og meðlæti í lok samveru kr. 500

Verið velkomnir!

Kyrrðarstund og súpa – næring fyrir líkama og sál – alla  miðvikudaga kl. 12:10 í Akraneskirkju. Ljúfir orgeltónar, ritningarlestur og bæn einkenna þessar stundir. Í miðri viku er gott að taka frá smá tíma og setjast niður í kirkjunni og kyrra hugann, biðja og njóta tónlistar. Að lokinni samveru er boðið upp á súpu og kaffisopa í Safnaðarheimilinu Vinaminni, ljúft er að setjast niður og næra sig, spjalla og eiga gefandi samveru í góðum félagsskap.