Lagt verður af stað frá Akraneskirkju kl. 11. Hlaupinn verður 5 km hringur um Akranes og endað í Vinaminni. Gulla Sverris og hlaupafélagar leiða hlaupið. Við vinaminni verður helgistund þar sem félagar úr Kór Akraneskirkju leiða söng og að lokum er boðið upp á hressingu. Öll þau sem vilja taka þátt en treysta sér ekki í hlaupið eru hjartanlega velkomin í Vinaminni upp úr kl. 11.30.
Sjáumst!