Yfir hátíðarnar er fjölbreytt helgihald í kirkjum Garða- og Saurbæjarprestakalls. Báðar kórar prestakallsins syngja í jólamessunum sem og einsöngvarar og hljóðfæraleikarar. Það gleður okkur að taka á móti kirkjugestum þessi jóla eftir covid takmarkanir síðustu ára. Nánari upplýsingar um dagkránna er hér fyrir neðan. Verið velkomin til kirkju.

Aðfangadagur 24. desember.

Aftansöngur kl. 18 í Akraneskirkju. Sr. Þráinn Haraldsson þjónar, Hilmar Örn Agnarsson leikur á orgel, Kór Akraneskirkju syngur, Benedikt Kristjánsson syngur einsöng og Rut Berg Guðmundsdóttir leikur á þverflautu.

Jólasöngvar á jólanótt kl. 23 í Akraneskirkju. Sr. Þráinn Haraldsson þjónar, Hilmar Örn Agnarsson leikur á orgel, Kór Akraneskirkju syngur, Ásta Marý Stefánsdóttir syngur einsöng og Hrefna Berg Pétursdóttir leikur á fiðlu.

Aftansöngur kl. 23. í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Sr. Þóra Björg Sigurðardóttir þjónar. Zsuzsanna Budai leikur á orgel og Kór Saubæjarprestakalls syngur.

Jóladagur 25. desember.

Hátíðarguðsþjónusta kl. 13.30 í Leirárkirkju. Sr. Þráinn Haraldsson þjónar. Zsuzsanna Budai leikur á orgel og Kór Saurbæjarprestakalls syngur.

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00 í Akraneskirkju. Sr. Þóra Björg Sigurðardóttir þjónar. Hilmar Örn Agnarsson leikur á orgel, Kór Akraneskirkju syngur og Heiðdís Hanna Sigurðardóttir syngur einsöng.

2. jóladagur 26. desember.

Guðsþjónusta kl. 12.45 á Höfða. sr. Þóra Björg Sigurðardóttir þjónar, Hilmar Örn Agnarson leikur á orgel og Kór Akraneskirkju syngur.

 

Gamlársdagur 31. desember.

Guðsþjónusta kl. 11.30 á Höfða. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar, Zsuzsanna Budai leikur á orgel og Kór Saurbæjarprestakalls syngur.

Nýársdagur 1. janúar

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 í Akraneskirkju. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar, Hilmar Örn Agnarsson leikur á orgel og Tindatríóið syngur.

 

Nú standa yfir viðhaldsframkvæmdir í Innra-Hólmskirkju og því er ekki messar þar þessi jólin en við hlökkum til að taka kirkjuna nýuppgerða í notkun á vordögum.

 

Verið öll velkomin í kirkjunar ykkar yfir jólahátíðina. Prestar, starfsfólk og sóknarnefndir Garða- og Saurbæjarprestakall óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.