Fimmtudaginn 16. desember kl. 20:00 mun Kór Akraneskirkju fagna komu jólanna með jólatónleikum í Vinaminni. Lagaval tónleikanna er fjölbreytt og skemmtilegt og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Forsala á tónleikana verður í versluninni Bjargi og hefst hún 5. desember. Lausir miðar verða seldir við innganginn.

Miðaverð er 4.ooo kr.

Tekið skal fram að fylgd verður ítrustu sóttvarnarreglum sem í gildi verða á þeim tíma.