Diddú og drengirnir flytja dásamlega aðventutónlist í Hallgrímskirkju í Saurbæ sunnudaginn 5. desember kl. 16:00-17:30.
Sigrún Hjálmtýsdóttir ásamt blásarasextett hefur um árabil glatt tónlistarunnendur með tónlistarflutningi á aðventu.
Kór Saurbæjarprestakalls undir stjórn Zsuszönnu Budai syngur með í tveimur perlum; Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns og Panis Angelicus eftir Cesar Franck.
Aðgangseyrir er kr. 3000.-
Tónleikanefndin óskar eftir að gestir framvísi neikvæðu covid-hraðprófi.