Kaffihúsakvöld 2015

Kór Akraneskirkju heldur sína árlegu kaffihúsakvöld miðvikudagskvöldið 22. apríl og fimmtudagskvöldið 23. apríl. Dagskráin hefst kl. 20 bæði kvöldin. 

Í boði verður fjölbreytt dagskrá í tali og tónum. Og í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi, þá verður þessum elskum gert hátt undir höfði.

Sérstakir gestir verða þær Regína Ásvaldsdóttir
bæjarstjóri Akraness og Sigríður Thorlacius söngkona.

Regína kemur í sérstakt „sófaspjall“ og kaffihúsagestir fá að kynnast þessari ágætu konu aðeins betur en hún hefur verið farsæl í starfi á Akranesi. Sigríður Thorlacius mun leyfa gestum að njóta sinnar fallegu söngraddar.  Kórinn flytur flotta söngdagskrá en einnig mun Sigíður syngja með kórnum.

Meðleikari á píanó er Tómas Guðni Eggertsson.

Aðgangseyrir kr. 2.500.
Forsala aðgöngumiða er í Versluninni Bjargi.