Söngleikurinn Galdur er nýr íslenskur söngleikur eftir Helga Þór Ingason sem fluttur verður í tónleikauppfærslu í Vinaminni fimmtudaginn 23. maí kl. 20.
Sagan gerist á Íslandi seint á 17. öld, á erfiðum tímum í íslensku samfélagi. Öfund, illska og fáfræði eru aflvakar atburðarásar þar sem ung stúlka er sökuð um galdra.
Í Galdri er fjölbreytt tónlist, kórlög, einsöngslög með og án kórs og einnig leikin lög. Áhersla á sungna tónlist er mikil. Höfundur er Helgi Þór Ingason en auk hans standa að verkefninu hópur tónlistarfólks, hljóðfæraleikara og söngvara. Sögumaður er Þorleifur Hauksson en nokkur helstu einsöngshlutverk eru í höndum Einars Clausen, Kamillu Alfreðsdóttur, Guðjóns V. Stefánssonar og Zophoníasar Odds Jónssonar. Alls 22 söngvarar koma að flutningnum, flestir í kór en nokkrir syngja einnig einsöngshlutverk. Stjórnandi uppsetningar er Iveta Licha. Hljóðfæraleikur er í höndum Kjartans Valdimarssonar (píanó), Birgis Bragasonar (kontrabassi), Rósu Jóhannesdóttur (fiðla) og Helga Þórs Ingasonar (harmóníka).
Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni https://helgithoringason.com/galdur/
Miðaverð er kr. 3.500 en kr. 3000 fyrir Kalmansvini.
Boðið verður upp á kaffi og konfekt fyrir tónleikagesti.
Allir velkomnir.
Kalman listafélag er styrkt af Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.