Laugardaginn 17.  september kl. 15.  mun Kammerkór Seltjarnarneskirkju halda hausttónleika í safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi.
Flutt verða íslensk og erlend lög frá ýmsum tímabilum m.a. eftir Thomas Tallis, Felix Mendelssohn, Eric Whitacre, Pärt Uusberg, Sigurð Sævarsson, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur, Huga Guðmundsson og fleiri.
Kór Akraneskirkju kemur einnig fram á tónleikunum.
Stjórnandi Friðrik Vignir Stefánsson
Meðleikur á píanó Hilmar Örn Agnarsson
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.