Í karlakaffi fáum við góða gesti í heimsókn sem segja frá starfi sínu, áhugamáli eða miðla öðrum fróðleik. Þetta er vettvangur fyrir herramennina að hittast þar sem er fræðsla og skemmtun og tækifæri til að spjalla. Einu sinni í mánuði í Safnaðarheimilinu Vinaminni klukkan 13:30.

Gestur í karlakaffinu 30. nóvember er Jens Heiðar Ragnarsson slökkviliðsstjóri. Segir hann frá starfi sínu og kannski nýjum lyftubíl slökkviliðsins.

Kaffi að hætti hússins á eftir.

Velkominn í karlakaffi!