Miðvikudaginn 29. nóvember kemur Theodór Freyr Hervarsson, veðurfræðingur, í heimsókn í Karlakaffið.
Stundin hefst kl.13:30 og er ætluð fyrir herramennina að koma saman, fræðast og skemmta sér. Kaffi og meðlæti á eftir.

Verið velkomnir!

Kyrrðarstund í Akraneskirkju alla miðvikudaga kl. 12:10. Tilvalið að taka sér frá amstri hversdagsins og kyrra hugann meðan hlýtt er á tónlist, ritningarorð og bæn. Að stund lokinni er boðið upp á súpu í Vinaminni.

Verið velkomin í kyrrðarstund og súpu.

Súpa kr. 500
Kaffi kr. 500