3. desember verður jólaball og aðventuhátíð í Garða- og Saurbæjarprestakalli.
Jólaball sunnudagaskólan verður kl. 11 í Vinaminni.
Aðventuhátíðin verður kl. 17 í Akraneskirkju. Þá hlustum við á söng frá Kór Akraneskirkju og Kór Grundaskóla og atriði frá strengjasveitum Tónlistarskólans á Akranesi. Tökum saman á móti aðventunni með ljúfum tónum og jólasögu.