Vinaminni 6. september kl. 13:30:

Í fyrsta Karlakaffi haustsins mætir Hilmar organisti og gleður með tónlist og glensi. Þá verður kynning á dagskrá vetrar og spjall yfir kaffi og köku.

Safnaðarstarfið hefst að nýju nú í september og verður með svipuðu sniði og verið hefur. Á miðvikudögum er kyrrðarstund í Akraneskirkju kl. 12:10 þar sem ljúfir orgeltónar hljóma ásamt bæn og ritningarlestri. Súpa í Safnaðarheimilinu Vinaminni á eftir, verð kr. 500.

Fyrsta miðvikudag í mánuði að jafnaði er Karlakaffi, þar koma góðir gestir í heimsókn og segja frá starfi sínu, áhugamáli eða miðla öðrum fróðleik. Þetta er vettvangur fyrir herramennina að hittast þar sem er fræðsla og skemmtun og tækifæri til að spjalla.

Annan hvern miðvikudag er Opið hús og hefst það klukkan 13:15. Áhugaverðir gestir, bingó, og söngur og gleði verða á dagskránni í vetur. Samveran er öllum opin. Kaffi í lok hverrar stundar.

Kaffi í Opnu húsi og Karlakaffi kr. 500.

Nánar um dagskrá Karlakaffis og Opna hússins má finna hér.