Á alþjóðaforvarnardegi sjálfsvíga, þann 10. september, verður boðið upp á kyrrðar- og minningastund í Akraneskirkju kl. 20.

Kveikt á kertum í minningu látinna ástvina, hugleiðing og tónlist.

Sr. Ólöf Margrét leiðir stundina, Birgir Þórisson leikur á orgel.

Kaffisopi í Vinaminni að samveru lokinni.

  1. september – alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga:
  • Til að minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi
  • Til að tendra ljós til þeirra sem á þurfa að halda
  • Til stuðnings forvörnum gegn sjálfsvígum

 

Þjóðkirkjan tekur þátt í gulum september sem er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Með gulum september vill hópurinn auka meðvitund samfélagsins um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna.

Þessi tími ársins er valinn fyrir átakið í tilefni þess að Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10.september og Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er 10.október.

Það er von undirbúningshópsins að gulur september auki meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna og sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju.