15. október er alþjóðlegur dagur barnsmissis. Dagurinn er helgaður minningu þeirra barna sem létust í móðurkviði, í fæðingu eða eftir hana. Þennan dag er haldin minningarstund í Akraneskirkju kl. 18 í samstarfi við Englaforeldra sem er félagsskapur þeirra sem misst hafa ung börn á Akranesi.

sr. Þráinn Haraldsson leiðir stundina, Katrín Valdís Hjartardóttir syngur og Hilmar Örn Agnarsson leikur á orgel. Á stundinni er minningu barnanna haldið á lofti, flutt er orð og tónlist og fólk hefur tækifæri til að biðja og kveikja á kertum sem tákn um bæn sína.

Að stundinni lokinni er farið að minningarreit látinna barna í Akraneskirkjugarði og lagður niður blómsveigur.

Stundin er öllum opinn og við bjóðum ykkur öll velkomin.