Miðvikudaginn 10. janúar er fyrsta Opna hús ársins. Gestur að þessu sinni er Sigríður Halldóra Gunnars Ásthildardóttir, upplýsingafræðingur og bókaunnandi. Hún segir frá uppáhaldsbókum sínum og les valda kafla. Hún er einnig deildarstjóri Bókasafns Akraness og kynnir okkur leyndardóma bókasafna.
Hefurðu gaman af bókum? Af sögum? Finnst þér gaman að lesa eða hlusta á upplestur? Viltu vita hvað bókasafnið býður upp á? Fyrir utan að hafa fjölda bókatitla til útleigu er margt um að vera á bókasafninu. Komdu í Opið hús og hittu Siggu Dóru 10. janúar kl. 13:15.

Kaffi í lok samveru, kr. 500.

Kyrrðarstund er í Akraneskirkju alla miðvikudaga kl. 12:10 og súpa í Vinaminni að stund lokinni.

Súpa kr. 500

Verið velkomin!