Sunnudaginn 21. janúar er sunnudagaskóli í Akraneskirkju kl. 11. Jóhanna Elísa og Þráinn taka á móti börnunum, við syngjum saman og heyrum söguna um mennina sem byggðu hús sitt á bjargi og sandi.

Kvöldguðsþjónusta er svo í kirkjuni kl. 20. Þar verður róleg kvöldstemning, fallegir sálmar, altarisganga og við hugleiðum Guðs orð. sr. Þráinn Haraldsson þjónar og Hilmar Örn Agnarsson leikur á orgel. Félagar úr Kór Akraneskirkju syngja.