Allsherjar heilsu-húsráð og húrrandi fjör
Hildur Aðalbjörg Ingadóttir sjúkraþjálfari kemur í heimsókn með heilsuhúsráð fyrir okkur og að sjálfsögðu húrrandi fjör.
Sjáumst í opna húsinu í Vinaminni kl. 13:15, miðvikudaginn 10. apríl.
Kaffi og sætabrauð í lok stundar. Kr. 500.

Kyrrðarstund og súpa í hádeginu
Kyrrðarstund er í Akraneskirkju alla miðvikudaga kl. 12:10.
Það er hvíld og endurnæring í því að setjast inn í kirkjuna og heyra ljúfa tóna orgelsins, hlýða á ritningarlestur og íhuga lífið og tilveruna.
Að stund lokinni er boðið upp á súpu í Vinaminni, kr. 500.

Verið velkomin!