Nú er sumarið á næsta leyti hefðbundið safnaðarstarf að fara í sumarfrí eftir miðjan mánuðinn. Miðvikudaginn 10. maí er síðasta opna hús vetrarins en þá kemur Björn Þór hjá Kvikmyndasafni Íslands í heimsókn og sýnir gamlar myndir, m.a. frá Akranesi.

Dagskráin hefst kl. 13:15. Kaffi í lokin kr. 500

Bænastund í kirkjunni kl. 12:10 og súpa í Vinaminni á eftir.

Á uppstigningardag 18. maí er guðsþjónusta í Akraneskirkju kl. 11. Hljómur syngur undir stjórn Lárusar Sighvatssonar, organisti Hilmar Örn Agnarsson. Sr. Ólöf Margrét þjónar.

Uppstigningardagur er kirkjudagur aldraðra
Þannig hefur það verið frá því 1982 er herra Pétur Sigurgeirsson biskup, lagði það til á kirkjuþingi að dagur aldraðra yrði árlegur viðburður í kirkjum landsins og skyldi sá dagur vera uppstigningardagur. Markmið með slíkum degi er að lyfta upp og minna á og þakka það góða starf sem aldraðir sinna í kirkjunni. Komum saman og gleðjumst á þessum degi, eigum góða samverustund í skemmtilegum félagsskap.