Á degi náttúrunnar, verður fyrsta Opna húsið okkar í vetur, í Vinaminni. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur verður gestur dagsins að þessu sinni. Hún mun m.a. fjalla um starf sitt sem óhjákvæmilega tengist náttúrunni. Einnig er hún flinkur lágfiðluleikari og mun leika á fiðluna fyrir gesti. Kaffi og spjall í lokin. Umsjón með stundinni hafa sr. Jónína Ólafsdóttir og Sveinn Arnar.