Undanfarin ár hefur verið unnið að stækkun kirkjugarðsins á Akranesi. Nú er verkinu lokið og garðurinn tilbúin til grafartöku.

Nýji hlutinn verður vígður við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 23. september kl. 18. Sr. Þráinn Haraldsson sóknarprestur leiðir athöfnina, Sveinn Arnar Sæmundsson leiðir söng. Allir eru velkomnir í vígsluna. Við athöfnina mun verða hringt klukkunum í klukkuturninum í kirkjugarðinum en þær hafa ekki hljómað í mörg ár.

Það er sannarlega hátíðarstund þegar nýr hluti kirkjugarðsins er vígður, enda kirkjugarðurinn helgur reitur sem skiptir okkur bæjarbúa máli, þar kveðjum við ástvini okkar og eigum helgar stundir. Kirkjugarður á að vera staður vonar þar sem við erum minnt á þá von sem við eigum í upprisu Jesú Krists frá dauðum.

Við bjóðum alla bæjarbúa velkomna á vígsluathöfn í kirkjugarðinum.