Gestir opna hússins eru þeir sr. Hjálmar Jónsson, fyrrum Dómkirkjuprestur, og rithöfundurinn Sigurbjörn Þorkelsson.

Nýverið kom út bók sr. Hjálmars, Stundum verða stökur til, en þar fer hann á kostum í leiftrandi kveðskap og frásögnum.
Sigurbjörn hefur ritað greinar og smásögur um lífið og trúna, og sömuleiðis gefið út nokkrar ljóðabækur, sú nýjasta heitir Lífið er ferðalag.

Þeir félagar verða með gamanmál, kynna sig og verk sín.

Kaffi og meðlæti í lokin. Umsjón hefur sr. Ólöf Margrét.

Verið velkomin!