Fyrsta orgelið sem kom í kirkju á Akranesi var harmonium og var staðsett í Garðakirkju. Kom það árið 1880. Árið 1902 var keypt harmonium orgel í Akraneskirkju og var það úr dánarbúi barónsins frá Hvítárvöllum. Hið eldra var selt. Orgelið sem hér sést, kom í kirkjuna árið 1920 og þjónaði til ársins 1960.
Var það fengið með frjálsum samskotum safnaðarfólks.
Það er nú vistað í Byggðasafninu að Görðum.