Vaktsími presta: 893-5900
Vaktsíminn einungis ætlaður brýnum málum sem ekki þola bið fram að viðtalstíma prestanna.
Fréttasafn
Barnakór Akraneskirkju – æfingar hefjast 6. október
Barnakór Akraneskirkju tekur til starfa nú í haust og er það okkur ánægjuefni að bjóða upp á barnakór eftir nokkuð langt hlé þar á. Kórinn er fyrir börn í 3. bekk og upp úr og hvetjum við öll börn í prestakallinu sem áhuga hafa að vera með! Æfingar fara fram á mánudögum í Safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 15:15-16:00 Stjórnandi er Katrín Valdís Hjartardóttir, söngkona og tónmenntakennari. Katrín Valdís hefur áralanga reynslu af kennslu og að [...]
Velkomin til kirkju sunnudaginn 28. september
Úr guðspjalli sunnudagisns: Segið því ekki áhyggjufull: Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hverju eigum vér að klæðast? Allt þetta stunda heiðingjarnir og yðar himneski faðir veit að þér þarfnist alls þessa. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki. Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning. (Matt 6.31-34) Akraneskirkja Sunnudagaskóli kl. 11 - [...]
Opið hús 24. september: Bingó!
Miðvikudagur 24. september: Kyrrðarstund kl. 12:10 og súpa í Vinaminni á eftir - sr Jón Ármann leiðir stundina og Bryndís Bragadóttir leikur á orgel. Nærandi stund fyrir sálina. Ljúffeng súpa í Vinaminni á eftir, kr. 1000. Opiðs hús kl. 13:15 í Vinaminni. Spilum bingó og höfum gaman. Léttir vinningar í boði. Kaffi og bingóspjald kr 1000 Verið velkomin!
Sunnudagur 21. september: sunnudagaskóli og kvöldmessa
Lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans. (Slm 103.2b) Akraneskirkja 21. september Sunnudagaskóli kl. 11 Alda og Andri sjá um sunnudagaskólann. Sögur og söngur að vanda, börnin fá límmiða í sunnudagaskólabókina sína. Kvöldmessa með Taizé sálmum kl. 20 Sr Ólöf Margrét þjónar, organisti Marton Wirth, Kór Akraneskirkju leiðir söng. Meðhjálpari Fjóla Lúðvíksdóttir. Ritningarlestur úr Davíðssálmum og fallegir Taizé sálmar sungnir en þeir byggjast upp á endurteknum söngstefjum, stuttur texti sem [...]
Sunnudagur 14. september
Akraneskirkja Sunnudagaskóli kl. 11 - Alda og Andri taka fagnandi á móti sunnudagaskólabörnum. Söngur, sögur og gleði alla sunnudaga Kvöldmessa kl. 20 - sr Jón Ármann Gíslason þjónar, Kór Akraneskirkju syngur, organisti Marton Wirth Hjúkrunarheimilið Höfði Guðsþjónusta kl. 17:15 - sr Jón Ármann ásamt organista og Kór Akraneskirkju
Fyrsti sunnudagaskóli vetrarins og útimessa í Innra-Hólmskirkju
Sunnudaginn 7. september verður fyrsti sunnudagaskóli vetrarins í Akraneskirkju kl. 11. Umsjón hafa Alda Björk og Þóra Björg. Undirleikari er Andri Hilmarsson. Við Innra-Hólmskirkju verður útimessa kl. 13. Prestur er séra Þóra Björg, organisti er Zsuzsanna Budai, félagar úr Kór Saurbæjarprestakalls leiða söng og meðhjálpari er Ragnheiður Guðmundsdóttir
Kyrrðarstund í Akraneskirkju alla miðvikudaga kl. 12:10
Verið velkomin í kyrrðarstund í hádeginu alla miðvikudaga! Miðvikudaginn 3. september hefjast kyrrðarstundir að nýju í Akraneskirkju og súpa á eftir í Vinaminni. Í miðri viku er gott að taka frá smá tíma og setjast niður í kirkjunni og kyrra hugann, biðja og njóta góðra orða og fallegrar tónlistar en orgeltónar, ritningarlestur og bæn einkenna þessar stundir. Að lokinni samveru er boðið upp á súpu og kaffisopa í Safnaðarheimilinu Vinaminni, ljúft er að setjast [...]
Sunnudagur 31. ágúst
Ellefti sunnudagur eftir þrenningarhátíð: Trú og líf „Guð stendur gegn dramblátum en auðmjúkum veitir hann náð.“ (1Pét 5.5b) Akraneskirkja Kvöldmessa kl. 20. Sr Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar, Kór Akraneskirkju leiðir söng, organisti Hilmar Örn Agnarsson. Meðhjálpari Fjóla Lúðvíksdóttir
Fermingarundirbúningur hefst 26. og 27. ágúst
Prestar Garða- og Saurbæjarprestakalls sem og starfsfólk Akraneskirkju er nú í óðaönn að undirbúa safnaðarstarfið sem hefst í september. Fyrst af öllu er það samt fermingarundirbúningurinn sem hefst í næstu viku, 26. og 27. ágúst! Fyrirkomulag fræðslunnar er vikuleg samvera fyrstu fjórar vikurnar en svo mánaðarleg fræðslustund frá október til mars. Mæting er í Safnaðarheimilið Vinaminni og fer kennsla að mestu þar fram. Nemendur Brekkubæjarskóla og Heiðarskóla mæta á þriðjudögum kl. 15 en nemendur [...]
Sunnudagur 17. ágúst
Hallgrímskirkja í Saurbæ Göngumessa kl. 14 Létt ganga í nágrenni kirkjunnar þar sem stoppað er á völdum stöðum. Lagt af stað frá kirkjudyrum og endað við leiði Hallgríms og Guðríðar. Hittumst á fögrum sumardegi og njótum kyrrðar og nærandi samveru í fallegu umhverfi. Sr Jón Ármann Gíslason leiðir stundina. Akraneskirkja Kvöldmessa kl. 20 Á ljúfum nótum á sumarkvöldi. Sr Jón Ármann Gíslason þjónar fyrir altari, organisti Hilmar Örn Agnarsson, meðhjálpari Helga Sesselja Ásgeirsdóttir.
Kyrrlátt kvöld í Akraneskirkju sunnudaginn 10. ágúst kl. 20
Helgihald í prestakallinu hefst að nýju en það hefur legið niðri í júlímánuði eins og hefðin hefur verið. Kór Akraneskirkju verður þó enn í leyfi fyrst um sinn. Akraneskirkja sunnudaginn 10. ágúst kl. 20 Helgistund á sumarkvöldi Ritningarlestur, hugleiðing og bæn. Tendrum á kertum, biðjum og íhugum saman í kyrrðinni. Sr. Ólöf Margrét leiðir stundina.
Sr. Þráinn farinn í ársleyfi og sr. Jón Ármann tekur til starfa
Sr. Þráinn Haraldsson, sóknarprestur Garða- og Saurbæjarprestakalls, er nú farinn í ársleyfi. Í hans fjarveru mun sr. Jón Ármann Gíslason starfa hjá okkur. Jón Ármann vígðist árið 1997 til Skinnastaðarprestakalls og hefur þjónað þar síðan, auk þess að vera prófastur Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis. Sr. Ólöf Margrét og sr. Þóra Björg skipta sóknarprestsstöðunni milli sín. Við tökum fagnandi á móti Jóni Ármanni í prestakallið okkar og óskum um leið Þráni og fjölskyldu hans Guðs blessunar og [...]
											
				
			
											
				







