Sungið með Hallgrími og samtímanum

Þriðjudagur í dymbilviku, 26. mars 2024 kl. 20.00 í Hallgrímskirkju í Saurbæ

Allir eru hjartanlega velkomnir að koma og kynnast og syngja saman sálma við texta Hallgríms Péturssonar og nýja sálma úr hinni nýútkomnu sálmabók kirkjunnar. Kór Saurbæjarprestakalls leiðir sönginn styrkum röddum.

Sálmaband Dómkirkjunnar er skipað kórfélögum Dómkórsins í Reykjavík: Ása Bríem, harmonikka, Jón Ívars, gítar, Sigmundur Sigurðarson, gítar, Thelma Rós Sigfúsdóttir, víóla og Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur leikur á kontrabassa.

Sálmabandið hefur leikið saman síðan árið 2019, oftast í verslun 12 tóna á Skólavörðustíg en einnig í Dómkirkjunni, m.a. á Menningarnótt. Þau gæða sálmasönginn ferskum tónblæ með skemmtilegri hljóðfæraskipan og kynningum.

Boðið verður upp á hressingu í sönghléi.