Sjómannadagurinn hefst með stund við minnisvarða um horfna sjómenn í Kirkjugarði Akraness kl. 10. Verkalýðsfélag Akranes mun leggja blómsveig við minnisvarðan og við minnumst þeirra sem hafa drukknað.

Sjómannadagsmessan hefst kl. 11 og í ár verða tveir sjómenn heiðraðir fyrir störf sín. sr. Þráinn Haraldsson þjónar, Kór Akraneskirkju syngur og Viðar Guðmundsson leikur á orgel. Eftir messuna er gengið að Akratorgi og blómsveigur lagður við styttuna af sjómanninum.

Þá er sjómannadagsmessa á Höfða kl. 12.45