Kæru vinir. Við þökkum ykkur innilega fyrir góða þátttöku í Sóknarröltinu okkar. Í gær sóttu hátt í 60 manns göngu, bænastund og hádegissúpu á eftir í Vinaminni. Sérstakar þakkir viljum við færa Hallberu Jóhannesdóttur sem leiddi okkur um sögufrægar slóðir á neðri Skaga, tvo síðustu miðvikudaga. Við tökum svo upp þráðinn í haust þegar bænastundirnar hefjast aftur.

Guð blessi ykkur sumarið.