Í meðfylgjandi myndskeiði má hlýða á kvenraddir Kirkjukórs Akraness flytja Stabat Mater eftir Giovanni Battista Pergolesi. Upptakan var gerð í sjónvarpssal árið 1967. Stjórnandi er Haukur Guðlaugsson en hann var organisti við Akraneskirkju á þessum tíma og lagði mikin metnað í starf sitt. Hljóðfæraleikarar í þessari upptöku eru þau Guðný Guðmundsdóttir, Helga Hauksdóttir, Sturla Tryggvaon, Páll Einarsson og Fríða Lárusdóttir. Einsöng syngja þær Sigurveig Hjaltested alt og Guðrún Tómasdóttir sópran. Lesarar eru Hjálmar Thorsteinsson og sr. Jón M. Guðjónsson.