Við ætlum að fagna sumrinu saman í Akraneskirkju sumardaginn fyrsta 21. apríl.
Skátafélag Akraness sér um skrúðgöngu sem leggur af stað frá Tónlistarskólanum kl. 10:30 og gengið verður í gegnum bæinn og að Akraneskirkju.
Fjölskyldumessa verður í Akraneskirkju kl. 11 með léttu sniði og er fólki einnig velkomið að mæta bara beint þangað kl. 11. Eftir messu verður hægt að hoppa í hoppukastala og fá sér pylsu við Vinaminni.
Hvetjum alla til að mæta og fagna sumrinu með okkur!