Á næstu dögum verður sent kynningarbréf til barna fædd 2009 og þeim boðið að taka þátt í fermingarfræðslu næsta vetrar sem hefst í ágúst.

Vorið 2023 verður fermt í Akraneskirkju eftirtalda daga:

Laugardaginn 25. mars kl. 10.30

Sunnudaginn 26. mars kl. 10.30 og 13.30

Laugardaginn 1.apríl kl. 10.30 og 13.30

Pálmasunnudag 2. apríl kl. 10.30 og 13.30

Fermt verður í Hallgrímskirkju í Saurbæ á skírdag 6. apríl, í Leirárkirkju sunnudaginn 23. apríl og í Innra-Hólmskirkju á Hvítasunnudag 28. maí.

 

Við munum halda kynningarfund í maí fyrir verðandi fermingarbörn og foreldra þeirra. Í kjölfarið hefst skráning í fermingarfræðslu og fermingardagurinn er valin við skráningu.