Þessa vikuna hefur verið líf og fjör í Akraneskirkju en mánudaginn 17. ágúst mættu hressir fermingarkrakkar á sumarnámskeið í kirkjunni. Námskeiðið er í umsjón prestanna þriggja, sr. Þráins, sr. Þóru og sr. Jónínu auk starfsfólks kirkjunnar. Við höfum getað notið veðurblíðunnar og lærðum m.a. trúarjátninguna og Faðir vorið úti undir berum himni, fræddumst um kirkjubygginguna og lærðum um Nýja- og Gamla testamentið. Það eru aldeilis hressir og flottir fermingarkrakkar sem ætla að fermast í prestakallinu í vor.