Sunnudaginn 16. apríl er sunnudagaskóli og fjölskyldumessa í Akraneskirkju kl. 11. Þetta er síðasti hefðbundni sunnudagaskóli vetrarins en á sumardaginn fyrsta er sumarhátíð. Hún hefst með skrúðgöngu sem skátarnir leiða frá skátaheimilinu kl. 10.30, svo er sunnudagaskóli í kirkjunni kl. 11 og þá er sumarhátið með hoppuköstulum og pylsum.