Jesús sagði: „Ég er góði hirðirinn. Mínir sauðir heyra raust mína og ég þekki þá og þeir fylgja mér. Ég gef þeim eilíft líf og þeir skulu aldrei að eilífu glatast.“ (Jóh 10.11a, 27-28a)

Dagarnir frá páskadegi til hvítasunnu kallast gleðidagar. Gleðidagar því lífið hefur sigrað.

23. apríl er annar sunnudagur eftir páska. Þá verða tvær messur í prestakallinu, ferming í Leirárkirkju kl. 11 og kvöldmessa í Akraneskirkju.
Velkomin til kirkju

Fermingarmessa í Leirárkirkju kl. 11
Fermdur verður Eymar Kristinn Björgvinsson. Kór Saurbæjarprestakalls syngur, organisti Zsuzsanna Budai, prestur Ólöf Margrét Snorradóttir.

Kvöldguðsþjónusta í Akraneskirkju kl. 20
Guðsþjónusta á vorkvöldi með ljúfum tónum. Kór Akraneskirkju syngur ásamt Varmárkórnum úr Mosfellsbæ. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson en stjórnandi er Guðmundur Ómar Óskarsson. Prestur Ólöf Margrét Snorradóttir.