Fyrsti sunnudagur í föstu
,,Til þess birtist Guðs sonur, að hann skyldi brjóta niður verk djöfulsins” 1. Jóh. 3.8,,Til þess birtist Guðs sonur, að hann skyldi brjóta niður verk djöfulsins” 1. Jóh. 3.8

Nú er fastan  hafin og litur þess tíma í kirkjunni er fjólublár, litur iðrunar og yfirbótar. Langafastan hefst með öskudegi og er hún fjörutíu dagar og lýkur á páskadag. Fastan minnir á þá fjörutíu daga er Jesús fastaði í eyðimörkinni og  mætti sínum freistingum. Fastan er tími sjálfsprófunar og til að dýpka og þroska trúarlíf sitt, samfélag sitt við Krist, tíminn til að leita inn á við í íhugun og bæn. Fastan er einnig tími þar sem við neitum okkur um eitthvað sem er hluti okkar daglega lífs, eða neytum þess í minna mæli, t.d. með því að draga úr allri neyslu, hvort heldur sem er í mat eða sætindum, kaupum á fatnaði og slíku, jafnvel líka að draga úr netnotkun og notkun samfélagsmiðla.

Sunnudaginn 18. febrúar eru tvær messur í prestakallinu auk sunnudagaskóla.

Hallgrímskirkju í Saurbæ: Messa kl. 11. Kór Saurbæjarprestakalls syngur, organisti er Hilmar Örn Agnarsson, sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar.

Akraneskirkja: Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Anítu og Jóhönnu. Kvöldmessa kl. 20. Kór Akraneskirkju syngur, organisti Hilmar Örn Agnarsson, sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar.

Gengið verður til altaris og sungnir sálmar er heyra til föstutímans

Föstumessur verða í Hallgrímskirkju í Saurbæ alla miðvikudaga á föstunni kl. 20

Verið velkomin til kirkju!