Velkomin í starfið okkar á miðvikudögum!

Miðvikudaginn 7. febrúar er opið hús í Vinaminni. Dagskráin hefst kl. 13:15 og verður að hætti hússins. Myndasýningar, létt hugarleikfimi og ýmiss fróðleikur. Láttu sjá þig!

Opið hús er í Vinaminni annan hvern miðvikudag kl. 13:15. Áhersla er á samveru og skemmtun, að fræðast og gleðjast saman. Dagskráin er sambland af tónlist, erindum frá góðum gestum og fræðslu og skemmtun að hætti hússins. Kaffi og meðlæti í lok hverrar samveru kr. 500.

Dagskrá næstu í næstu samverum:
7. febrúar
Léttir sprettir að hætti hússins
21. febrúar
Sögustund með Þóru Gríms
6. mars
Bingó! 500 kr spjaldið
20. mars
Heimsókn frá Bústaðakirkju
10. apríl
Allsherjar heilsu-húsráð og húrrandi fjör með Hildi sjúkraþjálfara

Umsjón með starfinu hefur sr. Ólöf Margrét Snorradóttir.

Minnum á kyrrðarstund kl. 12:10
Kyrrðarstund og súpa – næring fyrir líkama og sál a
lla  miðvikudaga í Akraneskirkju kl. 12:10.
Ljúfir orgeltónar, ritningarlestur og bæn einkenna þessar stundir. Í miðri viku er gott að taka frá smá tíma og setjast niður í kirkjunni og kyrra hugann, biðja og njóta tónlistar. Að lokinni samveru er boðið upp á súpu og kaffisopa í Safnaðarheimilinu Vinaminni, ljúft er að setjast niður og næra sig, spjalla og eiga gefandi samveru í góðum félagsskap. Súpa kr 500.