Velkomin til kirkju! Helgihald og safnaðarstarf prestakallsins er komið á fullt.

Sunnudaginn 24. september verður messað á þremur stöðum, í Hvalfirði, Akraneskirkju og Hjúkrunarheimilinu Höfða.

Hallgrímskirkja í Saurbæ
Messa kl. 11. Sr. Kristján Valur Ingólfsson prédikar, sr. Ólöf Margrét þjónar fyrir altari. Kór Saurbæjarprestakalls syngur, organisti Zsuzsanna Budai. Meðhjálpari Ágústa Björg Kristjánsdóttir.

Akraneskirkja
Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Ásu Kolbrúnar og sr. Þráins. Söngur og sögur í skemmtilegri samveru.

Kvöldmessa kl. 20. Sr. Þráinn Haraldsson þjónar. Kór Akraneskirkju syngur, organisti Hilmar Örn Agnarsson. Meðhjálpari Ósk Jónsdóttir.

Hjúkrunarheimilið Höfði
Guðsþjónusta kl. 12:45. Prestur sr. Þráinn Haraldsson, organisti Hilmar Örn Agnarsson, félagar úr Kór Akraneskirkju syngja.

 

Alla miðvikudaga er kyrrðarstund í Akraneskirkju kl. 12:10, súpa í Vinaminni eftir stundina. Á miðvikudögum er einnig samverustund á Höfða kl. 11:15. Dagskrá eldri borgara starfs má sjá hér.

Barna- og æskulýðsstarf er alla mánudaga í Gamla Iðnskólanum. Sjá nánar hér.