Kór Keflavíkurkirkju ásamt hljómsveit flytur U2 Messu laugardaginn þann 16. september í Akraneskirkju kl. 14.

Kórmeðlimir syngja einsöng og dúetta. Kórmeðlimir hafa auk þess samið nýja texta með trúlegu ívafi við lög U2.

Arnór B. Vilbergsson kórstjóri og organisti í Keflavíkurkirkju hefur á sinn snilldarlega hátt útsett lögin og sér um stjórnun.

Hljómsveit skipa:

Arnór B. Vilbergsson hljómborð og munnharpa
Sólmundur Friðriksson bassi
Þorvaldur Halldórsson trommur
Þorvarður Ólafsson gítar