Messa kl. 20 í Akraneskirkju sunnudaginn 8. maí en þá verður sr. Ólöf Margrét Snorradóttir sett formlega í embætti prests í Garða- og Saurbæjarprestakalli.

Prófastur, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, þjónar ásamt prestunum okkar. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson, Kór Akraneskirkju syngur, einsöngur Björg Þórhallsdóttir, Rut Berg Guðmundsdóttir leikur á flautu. Meðhjálpari Helga Sesselja Ásgeirsdóttir.

Að messu lokinni er boðið í kaffi í Vinaminni. Í tilefni mæðradagsins viljum við hvetja konur til að mæta í þjóðbúning og hylla þannig formæður sínar.

Verið velkomin til messu!