Sunnudagur 29. janúar:
Sunnudagaskóli í Akraneskirkju kl. 11 í umsjá Anítu og Ólafar, Valgerður leikur undir. Biblíusaga og söngur. Verið velkomin!

Guðsþjónusta á Hjúkrunarheimilinu Höfða kl. 12:45. Sr. Ólöf Margrét leiðir stundina, kór Akraneskirkju syngur, organisti Hilmar Örn.

Taizé-messa í Akraneskirkju,  kl. 20

Taizé-messa á uppruna sinn að rekja til bæjarins Taizé í Suður-Frakklandi og byggist hún upp á endurteknum söngstefjum sem kalla fram hughrif kyrrðar.

Taizé sálmar, ritningarlestur, hugleiðing og bæn. Kór Akraneskirkju leiðir söng, organisti Hilmar Örn Agnarsson, prestur Ólöf Margrét Snorradóttir.

Komið og njótið kyrrðar í kirkjunni!

Verið velkomin!