Við ætlum að byrja sunnudagaskólann okkar í vetur með því að fá góða gesti í heimsókn, Þorra og Þuru. ATH NÝJAN TÍMA Á SUNNUDAGASKÓLANUM kl.10. Í vetur ætlum við að prófa að vera með sunnudagaskólann kl.10.

Þennan sunnudag, 12.sept, verðum við í Vinaminni og ætlum við að byrja á því að syngja og heyra sögu. Síðan koma Þorri og Þura til okkar með leiksýningu og að því loknu grillum við pylsur.

Þessi stund er fyrir fólk öllum aldri 💒

Hér má finna facebook eventið: https://www.facebook.com/events/380362896820210