Í ljósi mikillar fjölgunar smita á Akranesi hefur verið tekin sú ákvörðun að fella niður sunnudagaskóla og guðsþjónustu sunnudaginn 7. nóvember. Þetta er gert í samræmi við ákvörðun Akraneskaupsstaðar að loka öllu tómstundastarfi um helgina.

Á sunnudaginn er Allra heilagra messa og til stóð að minnast látinna. Nú eftir helgi verður staðan tekin á nýjan leik og í kjölfarið ákveðið hvenær við munum halda hátíðarmessu og minnast látinna í Akraneskirkju.

Akraneskirkja verður opin á sunnudaginn kl. 11 og prestur til samtals ef þess er óskað.