Það var hátíðleg og góð stund þegar Biskup Íslands afhjúpaði nýtt söguskilti við Hallgrímskirkju í Saurbæ í gær. Eftir afhjúpunina var stund í kirkjunni þar sem Kór Saurbæjarprestakalls flutti sálma eftir sr. Hallgrím og Benedikt Kristjánsson tenór flutti kirkjuljóð eftir Jón Leifs.