Uppstigningardagur 26. maí – kirkjudagur aldraðra – vorferð

Guðsþjónusta í Hallgrímskirkju í Saurbæ kl. 11, sr. Ólöf Margrét þjónar en Hljómur, sönghópur feban, leiðir söng undir stjórn Lárusar Sighvatssonar. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson.

Vorferð eldri borgara starfsins við Akraneskirkju upp í Hvalfjörð, brottför kl. 10 frá Vinaminni. Guðsþjónusta í Saurbæ, súpa snædd á Hótel Glym og endað í Hernámssetrinu. Áætluð heimkoma kl. 16. Skráning og frekari upplýsingar í síma 433 1500 og á netfangið olof@akraneskirkja.is. Þátttökugjald kr. 3.000. Verið velkomin til kirkju! Þau sem vilja koma með í rútunni munið að skrá ykkur.

Uppstigningardagur er kirkjudagur aldraðra
Þannig hefur það verið frá því 1982 er herra Pétur Sigurgeirsson biskup, lagði það til á kirkjuþingi að dagur aldraðra yrði árlegur viðburður í kirkjum landsins og skyldi sá dagur vera uppstigningardagur. Markmið með slíkum degi er að lyfta upp og minna á og þakka það góða starf sem aldraðir sinna í kirkjunni. Komum saman og gleðjumst á þessum degi, eigum góða samverustund í skemmtilegum félagsskap.