Lyftum okkur upp í vetrarskammdeginu!
Miðvikudaginn 24. janúar höldum við vetrargleði í Opna húsinu með þorramat, söng og skemmtun. Dagskráin hefst kl. 13:15, sr. Ólöf Margrét hefur umsjón með samverunni, Steini Hákonar og Hilmar Örn organisti halda uppi stemmningu með söng og jafnvel sögum.

Skráning í síma 433 1500 fyrir þriðjudaginn 23. janúar, verð fyrir matinn er kr. 2500 (ath. misritun varð í auglýsingu í Skessuhorni).

Verið velkomin!

Kyrrðarstund verður í Akraneskirkju kl. 12:10 að venju. Engin súpa að þessu sinni.