Sunnudagurinn 28. janúar ber yfirskriftina Laun og náð er fyrsti sunnudagur í níuviknaföstu. Tvær messur ásamt sunnudagaskóla verður í prestakallinu.

Leirárkirkja
Guðsþjónusta kl. 11. Kór Saurbæjarprestakalls syngur, organisti Zsuzsanna Budai, sr. Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar. Meðhjálpari Kolbrún Sigurðardóttir.

Akraneskirkja
Sunnudagaskóli kl. 11
Kvöldmessa kl. 20, messuferð frímúrara. Bræður úr frímúrarastúkunni Akri munu aðstoða í messunni, Kór Akursbræðra syngur, organisti Hilmar Örn Agnarsson. Prestur Ólöf Margrét Snorradóttir. Kaffisopi í Vinaminni á eftir

Verið velkomin til kirkju!

Í messunni þjóna:
Auðunn Sigurðsson, upphafsbæn
Ólafur Guðmundsson, fyrri ritningarlestur
Þorkell Kristinsson, síðari ritningarlestur
Sæmundur Víglundsson, prédikun
Ólafur Guðmundur Adolfsson, aðstoð við útdeilingu
Guðmundur Þór Pálsson, lokabæn