Við kveikjum tveimur kertum á og komu bíðum hans
Annan sunnudag í aðventu, 10. desember kl. 20, höldum við aðventuhátíð í Hallgrímskirkju.

Samsöngur og ljós tendruð á aðventukransinum. Gestur kvöldsins, Haraldur Benediktsson bæjarstjóri Akraness, flytur ávarp.
Kór Saurbæjarprestakalls syngur, organisti Zsuzsanna Budai. Prestar Garða- og Saurbæjarprestakalls leiða stundina.

Verið velkomin!

Við kveikjum einu kerti á.
Hans koma nálgast fer
sem fyrstu jól í jötu lá
og Jesúbarnið er.

Við kveikjum tveimur kertum á
og komu bíðum hans
því Drottinn sjálfur soninn þá
mun senda’ í líking manns.
(Sb 7. Lilja S. Kristjánsdóttir)