Akraneskirkja starfrækir líknarsjóð sem veitir styrki til þeirra þurfa á aðstoð að halda. Mest er veitt fyrir jólin í formi inneignarkorta í matvöruverslunum.

Megnið af fé sjóðsins er gjafafé bæði frá samtökum, fyrirtækjum og einstaklingum. Í dag komu þrír 6 ára drengir á skrifstofu kirkjunnar með ömmu sinni. Þeir höfðu fyrr í haust málað steina og selt og vildu gefa afraksturinn í líknarsjóðinn.

Þráinn Haraldsson sóknarprestur tók við gjöfinina, 9.400kr og Akraneskirkja þakkar þeim Guðmundi Kára, Brynjari Loga og Gunnari Berg fyrir fallega gjöf og einstaklega gott hjartalag sem  sannarlega er til eftirbreytni.